Fara á efnissvæði
IS EN PL
Screenshot 20230718 105441 Instagram
Fréttir | 18.07.2023

2. flokkur karla upp í B-deild

Drengirnir í 2. flokki karla eru komnir upp í B-deild Íslandsmótsins eftir að hafa unnið C-deildina í Lotu 2 þetta sumarið. Þetta þýðir að flokkurinn mun spila í B-deild í fyrsta sinn í 3 ár og við fögnum þessum áfanga ákaft enda um að ræða framtíðarleikmenn meistaraflokks og er þetta því merki um heilbrigt yngri flokka starf félagsins.

Hópurinn inniheldur nokkra leikmenn sem eru á 3. flokks aldri og því enn meira fagnaðarefni að þeir séu að ná árangri meðal eldri drengja. 2. lotu C-deildar lauk með 5 sigrum, 1 jafntefli og 1 tapi sem dugði til að tryggja efsta sætið í deildinni þegar flautað var til leiksloka gegn Breiðabliki í Smáranum. 

Við fylgjumst áfram með þessum köppum í sumar og óskum þeim og okkur öllum til hamingju með þennan áfanga! Þeir setja svo sannarlega stoltið í Breiðholtið!

#StoltBreiðholts