50 ÁRA STUÐKVÖLD LEIKNIS
Föstudagskvöldið 28. apríl næstkomandi verður sannkallað stuðkvöld í Austurbergi 1 þegar við hringjum inn nýtt leiktímabil í Breiðholtinu og kynnumst meðal annars mikið breyttum leikmannahópi ásamt því að ýmsar breytingar innan félagsins verða kynntar.
Félagið nær 50 árum í maí og eru ýmsar uppákomur framundan í sumar. Einn dáðasti leikmaður í sögu félagsins, Vigfús Arnar Jósefsson er með stjórnartaumana og bæði ungir og eldri uppaldir leikmenn félagsins eru að fara að spila stóra rullu í baráttunni ásamt nokkrum spennandi leikmönnum sem koma annar staðar að.
Gleðin í húsinu hefst klukkan 20:00 en meistaraflokkur spilar æfingaleik á gervigrasinu frá 18:00 svo þeir allra hörðustu geta mætt á svæðið þá og borið leikmenn augum á vellinum áður en þeir troða upp innandyra síðar um kvöldið.
Það er einlæg von okkar að sem flestir láti sjá sig í Leiknishúsi enda erum við spennt fyrir því sem framundan er hjá okkur öllum. Allir eru velkomnir og að sjálfsögðu er frítt inn á þennan viðburð.
#StoltBreiðholts