Aðalfundur Leiknis 2022
Ákveðin hefur verið dagsetning fyrir aðalfund Leiknis 2022, nk. þriðjudag, 15. nóvember. 19:30.
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert. Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Rétt til fundarsetu og kosningarétt hafa allir atkvæðisbærir félagsmenn samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna. Kjörgengi til stjórnarstarfa hafa allir félagsmenn sem náð hafa 18 ára aldri. Heimilt er að kjósa menn til setu í aðalsstjórn og unglingaráði sem ekki eru félagsmenn skv. framangreindu og verða þeir aðilar þá jafnframt félagsmenn frá þeim tíma. Til aðalfundar félagsins skal boða opinberlega með sjö daga fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla formanns
- Skýrsla gjaldkera aðalstjórnar, kynning og umræður um endurskoðaða reikninga
- Lagabreytingar og önnur löglega framborin mál
- Kosning formanns aðalstjórnar
Kosning aðalstjórnar félagsins og varamanna í stjórn. - Kosning löggilts endurskoðanda félagsins og tveggja
- skoðunarmanna
- Önnur mál
Tillögur til lagabreytinga og stofnun nýrra deilda skulu tilkynntar með aðalfundarboði, og skulu breytingatillögur lagðar fyrir kjörnefnd félagsins eigi skemur en fimm dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar eða annarra kjörinna embætta félagsins samkvæmt dagskrá aðalfundar skal skila til kjörnefndar eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála nema að 2/3 hluta atkvæðisbærra félagsmanna sem mættir eru á aðalfund þarf til samþykktar lagabreytinga, til að taka ákvarðanir um sameiningu félagsins við annað félag, til að leggja félagið niður og til sölu á fasteignum félagsins. Kosning fer fram með handaupplyftingu nema fundarstjóri telji þörf á skriflegri kosningu. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað.
Þeir sem hafa rétt til setu á aðalfundi.
4.gr. Félagsmenn(eiga rétt setu á aðalfundi)
Félagsmenn í félaginu eru allir iðkendur sem standa skil á æfingagjöldum til félagsins sem og foreldrar þeirra, leikmenn sem spila með 2. flokki og meistaraflokkum félagsins, þjálfarar og aðrir starfsmenn félagsins. Ennfremur allir þeir sem greiða árgjald til félagsins og eiga ársmiða á heimaleiki meistaraflokka Leiknis.
Atkvæðisbærir á fundum félagsins skulu allir iðkendur, skv. iðkendaskrá félagsins, sem hafa náð 18 ára aldri, leikmenn meistarflokka félagsins og félagsmenn sem greiða árgjald til félagsins skv. ákvörðun stjórnar. Einnig sitjandi stjórn, formaður unglingaráðs og formaður meistaraflokksráðs.
Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi og innheimt af aðalstjórn.
Félagsgjald er sama og árið 2021, 2.500 iskr hægt er að greiða á staðnum eða millifæra á 0537-26-16902, kt. 690476-0299.
Áhugasamir um stjórnarsetu mega huga að því að sæti í stjórn og sæti varamanna eru laus.
Framboð má senda á gus@origo.is.
Sjáumst hress,