Andi Hoti á landsliðsæfingar
Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur valið 26 leikmenn frá 17 félögum á úrtaksæfingar.
Æfingarnar fara fram í Skessunni dagana 1.-3. febrúar.
Leiknir á fulltrúa sem valinn hefur verið á æfingarnar en það er Andi Hoti.
Andi er varnarleikmaður fæddur 2003 og á bjarta framtíð. Hann er Leiknismaður út í gegn.
Í fyrra spilaði hann sinn fyrsta leik á Íslandsmóti fyrir Leikni þegar hann kom inn af bekknum gegn Þrótti. Þá lék hann tvo bikarleiki. Hann hefur spilað báða leiki Leiknis í Reykjavíkurmótinu núna í janúar.