
Andi Hoti yfirgefur Leikni
Andi Hoti hefur yfirgefið Leikni og samið við Val í Bestu deild karla. Andi er einn af uppöldu strákunum í Leiknisfjölskyldunni sem þrátt fyrir ungan aldur á að baki langan feril í Leiknistreyjunni. Nú síðast spilaði Andi 21 leik í Lengjudeildinni síðasta sumar og var auk þess kominn með 4 mörk í 8 leikjum í Lengjubikarnum í vetur.
Við hjá Leikni og allt stuðningsfólk Leiknis þökkum Andi Hoti kærlega fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið í gegnum árin. Óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi og við hlökkum til að sjá hvernig honum vegnar á nýju sviði.
Saga Andi og Leiknis í gagnagrunnum KSÍ nær allt aftur til ársins 2014 þegar Andi spilaði með 4. flokki.
Síðan þá hefur Andi spilað samtals 120 meistaraflokksleiki og 9 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði eitt tímablil á láni hjá Þrótti Reykjavík og annað hjá vinum okkar Aftureldingu í Mosfellsbænum.
Þar fyrir utan hefur Andi Hoti spilað:
- 42 deildarleiki fyrir Leikni
- skorað í þeim 1 mark (gegn ÍA)
- 4 bikarleiki fyrir Leikni
- 19 deildarbikarleiki fyrir Leikni
- skorað í þeim 5 mörk
Fyrir utan ómetanlegt framlag sem öflugur varnarmaður, liðsmaður, leiðtogi og vinur innan vallar sem utan.
Takk, Andi!