Andlát: Ólafur Garðarsson
Þann 30. ágúst síðastliðinn varð Ólafur Garðarsson bráðkvaddur. 76 ára að aldri.
Óli fylgdi félaginu að svo að segja frá stofnun þess í gegnum syni sína. Fyrst sem foreldri á hliðarlínunni, svo sjálfboðaliði, stjórnarmaður, starfsmaður en fyrst og síðast sem dyggur stuðningsmaður.
Óli var flestum sem í kringum félagið hafa staðið kunnugur. Fyrir störf sín í þágu félagsins hafði Óli verið sæmdru silfur- og gullmerki félagsins, sem og gullmerki KSÍ nú nýverið.
Við kveðjum, minnumst og syrgjum dyggan Leiknismann.
Óli verður jarðsunginn í Lindakirkju þriðjudaginn nk (12.sept) kl 13:00. Erfidrykkja verður svo í Leiknishúsinu að lokinni athöfn.
Áfram Leiknir!