Aron Einarsson til Leiknis
Leiknir hefur núþegar hafist handa við að styrkja leikmannahópinn fyrir næsta sumar en miðjumaðurinn knái Aron Einarsson frá Selfossi hefur ritað undir samning við félagið út leiktímabiliði 2025.
Aron er 21 árs leikmaður sem vakti athygli í Lengjudeildinni í sumar þrátt fyrir slakt gengi Selfyssinga og þjálfarateymið í 111 er spennt fyrir því að fá hann til félagsins: "Það eru góð tíðindi fyrir Leikni að Aron Einarsson gangi til liðs við félagið. Hann er vinnusamur leikmaður sem fellur vel inn í hugmyndafræði liðsins. Hann er leikmaður sem við tókum eftir á nýliðnu keppnistímabili og vakti áhuga okkar. Við erum því mjög ánægðir með það að hann er tilbúinn að taka slaginn með okkur." sagði Vigfús þjálfari af þessu tilefni.
Við bjóðum Aron Einarsson velkominn í Leiknisfjölskylduna og tökum öll sem eitt vel á móti kappanum á nýjan heimavell hans.
#StoltBreiðholts