Fara á efnissvæði
IS EN PL
Lumii 20220523 223809630 (1)
Fréttir | 24.05.2022

Bikargleði á Uppstigningardag

Fimmtudaginn næstkomandi er Uppstigningardagur og því frí hjá þorra fólks. Sama dag mætast Framarar og Leiknismenn í Safamýrinni í 32-liða úrslitum Mjólkubikarsins. Það er engin tilviljun. 

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og mun ekki vera sýndur í sjónvarpsútsendingu. Þetta er einnig að öllum líkindum í síðasta sinn sem Leiknir mætir Frömurum í Safamýrinni. 

Stuðningsmenn félaganna ætla að hittast á Snóker og Poolstofunni í Lágmúla 5 klukkan 12:00 og skála í einum eða tveimur köldum og koma sér í gírinn með Pub Kvissi fyrir leik. Svo verður gengið yfir á völlinn.

Í sumar eru 5 ár síðan Leiknir var hársbreidd frá því að komast í úrslit Bikarsins svo þó að félagið sé ekki þekkt fyrir afrek í keppninni, hafa orðið undantekningar þar á.

Til skemmri tíma er líka mikilvægt að strákarnir okkar voru hársbreidd frá því að leggja KR-inga á útivelli um síðastliðna helgi og veitir ekki af því að klifra yfir þann hjalla gegn skemmtilegum Frömurum í bikarkeppninni áður en funheitir Blikar mæta með stórskotalið sitt á Domusnovavöllinn um helgina. 

Sjáumst hress á Snóker og Poolstofunni og svo í Safamýrinni á þessum helga degi.

Hlekkur á upphitunarviðburðinn á Facebook

Hlekkur á Leikinn á Facebook 

#StoltBreiðholts