Fara á efnissvæði
IS EN PL
DJ2025
Fréttir | 28.06.2023

Davíð Júlían framlengir til 2025

Davíð Júlían Jónsson hefur framlengt samningi sínum við Leikni út leiktímabilið 2025 og þarmeð sett stoltið í Breiðholtið í 3 ár í viðbót hið minnsta. Þessi spræki uppaldi miðjumaður fyllti 19 árin á mánudag og festi í kjölfarið ráð sitt við uppeldisfélagið í gærkvöld.

Davíð Júlían er einn efnilegasti leikmaður félagsins og er því mikið fagnaðarefni að kappinn hefur endurnýjað ráðahaginn. Hann hefur verið fyrirliði 2. flokks og steig svo upp sem lykilmaður á seinni hluta síðasta leiktímabils er félagið féll úr Bestu deildinni. Davíð fór svo á reynslu til NEC í Hollandi síðastliðinn vetur en það er þó allt útlit fyrir að hann klári í það minnst Lengjudeildartímabilið í Holtinu þetta árið enda ærið verkefni framundan og hann að stíga upp úr smávægilegum meiðslum. 

Við óskum Davíði Júlían og öllu Leiknisfólki til hamingju með þennan ráðahag. 

#StoltBreiðholts