Davíð Júlían til reynslu hjá NEC í Hollandi
Davíð Júlían Jónsson er nú á reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen í viku. Davíð steig upp sem einn af björtu punktum seinni helmings tímabilsins í Bestu deildinni í fyrra. Hann hafði fyrir þann tíma verði á láni hjá Þrótti Vogum fyrri part sumars án þess að fá mörg tækifæri.
Kappinn er 18 ára miðjumaður sem var fyrirliði 2. flokks áður en hann steig endanlega upp í meistaraflokk í fyrra. Davíð er virkilega spennandi Leiknismaður og það verður gaman að fylgjast með honum á næstunni, hvort sem hann ílengist erlendis eða leggi sín lóð á vogarskálarnar fyrir Stoltið í sumar.
NEC-félagið þekkja Íslendingar ágætlega en Hannes Þór Halldórsson spilaði þar um árið og það var þar sem hann kynntist Guy Smit sem stóð öskrandi milli stanganna í 111 þangað til fyrir ekki svo löngu síðan.
#StoltBreiðholts