Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknirvsafturelding2024
Fréttir | 02.06.2024

Eitt mark réði úrslitum í tapi gegn Aftureldingu

Leiknir 0:1 Afturelding

Domusnovavöllurinn, föstudaginn 31. maí 2024.

5. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson.

 

Leiknir og Afturelding hafa aldrei gert markalaust jafntefli í fótboltaleik í meistaraflokki karla. Yfirleitt eru mörkin í leikjum liðanna á bilinu tvö til átta. Aðeins einu sinni áður hefur eitt mark ráðið úrslitum, það var í deildarbikarleik í apríl 2006. Þá skoraði verðandi fútsalstjarnan Mentor Zhubi eina mark leiksins í 1:0 sigri Leiknis. Zhubi er Svíi sem fæddist í Júgóslavíu og var þarna á láni frá Örgryte. Hann varð Svíþjóðarmeistari í fútsal árið 2012 með FC Ibra og var þá einnig valinn leikmaður ársins.

Það voru ekki alveg sömu fútsal-töfrarnir í Breiðholtinu á föstudagskvöldið. Völlurinn var blautur og þungur og veðrið hjálpaði ekki beinlínis til þegar kom að því að gera leikinn opinn en spennandi var hann. Leiknir komst nálægt því að skora en það var Daninn Oliver Bjerrum Jensen sem skoraði eina mark leiksins fyrir Aftureldingu með góðu langskoti á 83. mínútu.

Tapið skilur Leikni eftir í neðsta sæti Lengjudeildarinnar en það er nóg eftir af tímabilinu ennþá og stutt í næsta leik. Keflavík er mótherjinn í næstu umferð og verður spilað í Keflavík á miðvkudag.

 

Leikurinn í heild sinni á Youtube-síðu Lengjudeildarinnar.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn.

Viðtal við Vigfús þjálfara eftir leik.

 

Byrjunarlið Leiknis í leiknum:

 

1 - Viktor Freyr Sigurðsson

3 - Ósvald Jarl Traustason

4 - Patryk Hryniewicki

5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)

6 - Andi Hoti

7 - Róbert Quental Árnason

8 - Sindri Björnsson

9 - Róbert Hauksson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

44 - Aron Einarsson

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 62' fyrir Aron Einarsson)

10 - Shkelzen Veseli (inn á 86' fyrir Arnór Inga Kristinsson)

14 - Davíð Júlían Jónsson (inn á 86' fyrir Sindra Björnsson)

19 - Jón Hrafn Barkarson (inn á 86' fyrir Ósvald Jarl Traustason)

 

Mynd: skjáskot úr útsendingu Lengjudeildarinnar af leiknum. Leiknir setur boltann í slána á marki Aftureldingar.