Fara á efnissvæði
IS EN PL
EM Leikur Leiknis 2024
Fréttir | 04.06.2024

EM-leikur Leiknis 2024

Nú styttist í Evrópukeppnina í knattspyrnu og því ætlum við í Leikni að vera með smá leik í kringum keppnina eins og vanalega.

Það kostar 3.000 kr. að vera með í leiknum en 2.000 af fjárhæðinni rennur til stigahæsta aðilans í lok keppninnar, 600 kr. til næst hæsta aðila keppninnar og 400 kr. rennur til þess aðila sem lendir í þriðja sæti.

Leikurinn er mjög einfaldur, en það eina sem þarf að gera er að vista skjalið hér að neðan til sín (hægri smella á það og velja Save Link As…), fylla það út og senda á leiknir.em@gmail.com þegar því er lokið (sjá nánari leiðbeiningar og reglur í skjalinu).

Aðeins þarf að fylla inn í gulu reitina í skjalinu og þá uppfærist staðan í riðlunum sjálfkrafa. Þegar þau úrslit eru komin inn, þá sést hvaða lið mætast í 16 liða úrslitum og þá þarf að fylla inn þau úrslit o.s.frv. þar til Evrópumeistararnir eru fundnir.

Hver og einn má skila eins mörgum ágiskunum og hann vill svo lengi sem hann borgar þátttökugjaldið fyrir hverja úrlausn.

Þátttakan hefur verið góð undanfarin ár og vonum við að það haldi áfram fyrir þetta mót.

Fólk getur búið til aukakeppnir í kringum þetta, hópað sig saman og stigahæsti aðilinn í hópnum fær einhver verðlaun… Þetta er bara hugmynd sem menn geta útfært sjálfir. Auðvelt er að halda utan um svona aukakeppnir í Excel-skjalinu sem búið er að búa til með úrlausnum hvers og eins.

Skilafrestur er til kl. 20:00 þriðjudaginn 11. júní nk. (engar undantekningar!)

Endilega kynnið ykkur allar reglur leiksins, sem er að finna í skjalinu hér að neðan…

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA EXCEL-SKJALIÐ