Fara á efnissvæði
IS EN PL
Emilbergerkvedur
Fréttir | 16.12.2022

Emil Berger kveður Breiðholtið

Svíinn okkar knái á miðjunni hefur ákveðið að róa á önnur mið eftir tvö góð ár í Breiðholtinu. Emil Berger kom til félagsins í aðdraganda leiktímabilsins í fyrra og sannaði sig fljótt sem einn áreiðanlegasti leikmaður hópsins ásamt því að koma með mikla fagmennsku inn í búningsklefann. Emil spilaði 48 leiki í Deild og Bikar fyrir Stoltið og skoraði í þeim 7 mörk. 

Kappinn er 31 árs og leitar sér nú að öðru félagi. Í tilefni af þessum fréttum vildi Emil kasta kveðju á Leiknisfjölskylduna: 

"Ég vil senda stórar þakkir til þjálfaranna, liðsfélaganna og fólksins í kringum klúbbinn. Ekki síst til stuðningsmannanna sem studdu mig gegnum tímabilin. Ég upplifði mig velkominn frá fyrsta degi. Þetta voru frábær tvö ár í Leikni sem hafa gefið mér heilmikið bæði sem leikmaður og sem persóna. Ég mun sakna ykkar allra! Takk aftur fyrir allt saman! Ég er þess fullviss að Leiknir mun rata í efstu deild aftur áður en á löngu líður."

Þrátt fyrir að ævintýrið hafi ekki endað eins og flestir hefðu viljað þakkar Íþróttafélagið Leiknir Emil Berger kærlega fyrir samveruna þessi tvö ár og framlag hans til félagsins. Lycka till i framtiden Emil! 

 

#TackEmil

#Stolt Breiðholts