Eyjó snýr "aftur"
Þeir sem hlustuðu á hlaðvarpsspjallið við Eyjólf Tómasson, gullaldamarkvörð Leiknis, vissu að kappinn hefur hlaupið undir bagga með liðinu sínu annað slagið þegar vantað hefur mann milli stanganna á æfingum þó hann hafi ekki spilað leik í 3 ár. Nú hefur hann stigið skrefið enn lengra og gert félagaskipti úr KB í Leikni til að geta verið löglegur ef kallið kæmi, eins ólíklegt og það ætti að reynast, inni á vellinum.
Eins og greint var frá í síðustu viku er Bjarki Arnaldar á leið til Bandaríkjanna að spila í háskólaboltanum síðar í mánuðinum. Þá fer markvarðateymið að þynnast töluvert ef Viktor Freyr yrði fyrir skakkaföllum en Atli Jónasson verður þó áfram varamarkvörður liðsins og kæmi inn fyrir okkar númer 1 ef svo færi. Eyjó mun því vera varaskeifa í orðsins fyllstu merkingu og þriðji markvörður.
Leikmannaglugginn er því kominn af stað í 111 með nostalgíuívafi þó þessi viðskipti séu kannski ekki líkleg til að gera útslagið í baráttunni sem framundan er.
Velkominn aftur, engu að síður Eyjó!
#StoltBreiðholts