Eyjólfur Tómasson í Heiðurshofið
Sá leikjahæsti, Eyjólfur Tómasson, er kominn í heiðurshöll Leiknis, Hofið. Markvörðurinn knái á að baki 250 leiki í bikar og deild fyrir félagið og mikið fleiri í Lengjubikar og öðrum upphitunarmótum.
Eyjó var milli stanganna á mesta uppbyggingartímabili félagsins og þótt hanskarnir séu komnir á hilluna mætir hann á hólinn að fylgjast með sínum mönnum reglulega og hefur sést taka slaginn á æfingum þegar vantar knáa menn að standa í rammanum fyrir meistaraflokk.
Það kemur engum Leiknismanni á óvart að þessi meistari sé kominn í Hofið og við bjóðum hann hjartanlega velkominn í þennan merkilega hóp leikmanna í sögu félagsins.
Af þessu tilefni settist hann að sjálfsögðu niður í hlaðvarpsspjall sem má nú finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Góða skemmtun!
#StoltBreiðholts
#HallOfFame