Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 16.6.2022, 20 43 07
Fréttir | 17.06.2022

FH 2-2 LEIKNIR

Besta deildin er loksins komin aftur í gang og okkar menn byrjuðu með heimsókn í Kaplakrika. Með ferska stuðningsmenn sem lyftistöng náðist eitt stig í blálokin og hægt að byggja á ýmsu góðu sem sást á vellinum.

Leikurinn byrjaði skemmtilega þegar heimamenn handléku knöttinn í eigin teig á 3. mínútu. Emil Berger jarðaði boltann af svo miklu öryggi í toppnetið að Twitter lá nánast niðri í 10 mínútur á eftir. Svo mikil var hrifningin hjá hinum almenna knattspyrnuáhorfanda. 

En gleðin stóð ekki lengi yfir. Heimamenn höfðu jafnað 5 mínútum síðar og tekið forrystuna á 27.mínútu. Að venju lögðu okkar menn ekki árar í bát en enn gengur erfiðlega að klára færin sem fást. Allt of oft reyna skotin á rammann ekki á viðbragð markvarðar andstæðingsins þar sem menn virðast vera að miða beint á hann. Hinum megin á vellinum var því ekki að fagna og því gulls ígildi að Viktor Freyr var ávallt viðbragðssnöggur og hefur pásan ekkert hægt á honum. Heimamenn áttu líka nokkur skot í tréverkið svo það verður að teljast til lukku að holan hafi ekki verið dýpri þegar flautað var til hálfleiks. 

Okkar menn héldu áfram að reyna í seinni hálfleik og heimamenn fóru að sitja á stigunum 3 sem þeir töldu vera tryggð. Skemmst er frá því að segja að á lokasekúndum leiksins setti varamaðurinn Maciej boltann í netið eftir frábæran undirbúning Birgis Baldvins og því 1 stig tekið heim og mikill léttir hjá stuðningsmönnum sem voru háværir allan leikinn og minntu um mikið á forna frægð Leiknisljónanna. 

Siggi tileinkaði þessum sömu stuðningsmönnum stigið góða eftir leik. Kolleggi hans Óli Jóh var svo látinn taka poka sinn eftir leikinn í gærkvöld. Nú skal næst haldið á Origo-völlinn á þriðjudagskvöld og bætt um betur enda styttist óðum í fyrsta sigur Leiknis þetta sumarið. 

#StoltBreiðholts