FH 4-2 Leiknir
Leiknir tapaði mikilvægum leik í Kaplakrika í gær þegar FH-ingar komust uppúr fallsæti með því að senda okkur þangað með 4-2 sigri.
Góð mæting var á völlinn miðað við að sparkað var af stað klukkan 15:15 þegar flestir eru enn í vinnu. Okkar menn voru þó ekki alveg klárir þegar flautað var af stað og þegar 20 mínútur voru búnar, var uppi kunnugleg staða þar sem Stoltið var í 2 marka holu. Zean Dalugge minnkaði muninn á 32. mínútu og þarvið stóð í hálfleik.
Í seinni hálfleik áttu okkar menn leikinn að mestu leyti en heimamenn voru þó alltaf hættulegir þegar þeir komust í færi og náðu að brjóta okkur á bak aftur með 2 mörkum á stuttu millibili um miðbik seinni hálfleiks. Mikkel Jakobsen skoraði fallegt sárabótamark og lokatölur 4-2.
Nú eru 2 heimaleikir í úrslitakeppninni framundan áður en tímabilinu verður slúttað í Eyjum í lok mánaðarins. Það er ljóst að tækifærum til að finna baráttuhuginn sem Siggi hefur auglýst eftir, fer fækkandi.
Sjáumst á Domusnovavellinum á laugardag klukkan 14:00 þegar Skagamenn koma í heimsókn með blóð á tönnunum eftir sinn fyrsta sigur í langan tíma.
#StoltBreiðholts