Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 6.7.2023, 20 25 00
Fréttir | 07.07.2023

Fjölnir 4-1 Leiknir

Í gær lutu okkar menn í lægra haldi gegn geysiöflugu liði Fjölnismanna í Grafarvoginum og miklum góðviðrisdegi. Leikurinn var í nokkuð góðu jafnvægi eins og oft áður þartil að við missum boltann á miðjum vellinum og heimamenn uppskáru mark frá miðju.

Eftir það varð róðurinn þungur og okkar menn opnari en áður þegar þeir þurftu að sækja leikinn og funheitt heimaliðið gekk á bragðið. Sindri Björns skoraði mark Leiknis til að koma stöðunni í 2-1 með aðeins rúmar 10 mínútur eftir en í staðinn fyrir að ná að hrella Fjölnismenn, náðu heimamenn að bæta við 2 mörkum til að tryggja sér stigin 3 næsta örugglega. 

Nú er það botnlið Ægis á Domusnovavellinum á miðvikudagskvöld í must-win leik fyrir okkar lið. Ægir hefur gefið öllum liðum leik og því ekkert gefið í þessu þó þeir dúsi í botnsætinu og allra síst fyrir lið eins og okkar sem virðist ekki alveg geta byggt á þokkalegum úrslitum þegar þau koma. Nú þurfa allir Leiknismenn að flykkjast á völlinn og styðja fast við strákana. 3 stig og allir geta andað aðeins léttar....fram að næsta leik allavega. 

#StoltBreiðholts