Fara á efnissvæði
IS EN PL
Family
Fréttir | 28.04.2022

Fjölskylduhátíð Domino‘s og Leiknis 1. maí

Domino‘s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar.

 

Markmiðið er að fjölga iðkendum um lágmark 50% á samningstímanum og lækka þannig hlutfall barna sem eru óvirk í frístundastarfi í hverfinu en nýting frístundakortsins er lægst í Efra Breiðholti af öllum hverfum Reykjavíkur.

„Domino’s hefur í rúm 20 ár rekið höfuðstöðvar sínar, þ.m.t. skrifstofur, þjónustuver og framleiðslu auka útsölustaðar við Lóuhóla 2-6 í Efra Breiðholti. Í gegnum árin höfum við bundist hverfinu sterkum böndum og notið þess að fá öflugt starfsfólk úr hverfinu og gerum enn," segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi.

„Okkur, eins og flestum, var kunnugt um þær áskoranir sem eru fyrir hendi hverfinu hvað varðar þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og kemur fram í lágri nýtingu frístundakortsins. Við erum stolt af þessum samningi en með honum vonumst við til þess að styrkja nærumhverfi okkar með beinum hætti og stuðla að aukinni þáttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi enda hefur slíkt óumdeild jákvæð áhrif á velferð þeirra.“ 

Gjaldfrjálst að æfa fyrir 6-16 ára út árið 2023

Átaksverkefnið er út árið 2023 og nær til barna á aldrinum 6-16 ára sem búsett eru í hverfinu. Sérstök áhersla verður á að miðla upplýsingum um verkefnið á fjölbreyttum tungumálum með það að markmiði að ná til sem flestra fjölskyldna í Efra Breiðholti. Eins og fram hefur komið er hlutfall barna sem eru virk í tómstunda og íþróttastarfi lægst í Efra Breiðhotli en markmið verkefnisins er að fjölga iðkendum um lágmark 50% á samningstímanum

„Samstafið við Domino‘s mun gera Leikni kleift að bjóða börnum og unglingum að æfa endugjaldslaust hjá félaginu gegn því einu að skila inn frístundaávísun," segir Oscar Clausen, formaður Leiknis.  „Þetta framtak Dominos styrkir nærumhverfi sitt með því að greiða það sem á vantar í full æfingagjöld. Forganga Dominos í þessu máli er einsdæmi og öðrum til eftirbreytni. Fyrst og fremst kemur þetta börnum og unglingum í hverfinu til góða og vonumst við til þess að sjá þau hópast á æfingar hjá Leikni“

Fríar pizzur og landsþekktir listamenn á fjölskylduhátíð 1. maí

Formlegur samningur verður undirritaður á fjölskylduhátíð Leiknis og Domino‘s sem haldin verður 1. Maí frá kl.13:00-16:00, í tilefni af upphafi verkefnisins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ verða viðstödd og munu flytja stutt ávörp. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður fyrir alla fjölskylduna og m.a. fram Emmsjé Gauti og Prins Póló en einnig verða hoppukastalar og fríar pizzusneiðar og drykkir í boði Domino‘s.

Kynnar dagsins verða Kristín Ruth og Egill Ploder úr Brennslunni á FM957.