Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknir1
Fréttir | 17.05.2021

Flottur sigur gegn Fylki

Leiknir 3 - 0 Fylkir
1-0 Sævar Atli Magnússon ('44)
2-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('87)
3-0 Sævar Atli Magnússon ('90, víti)

Fyrsti sigur Leiknis í Pepsi Max-deildinni þetta tímabilið kom í grannaslag gegn Fylki á sunnudagskvöld. Leiknir er því með fimm stig eftir fjórar umferðir í deildinni.

Sævar Atli braut ísinn rétt fyrir hálfleik þegar hann kláraði glæsilega framhjá markverði Fylkis, Gyrðir bætti við öðru marki eftir horn (hans fyrsta mark í efstu deild) og Sævar Atli skoraði síðan sitt annað mark og þriðja mark Leiknis af vítapunktinum.

Öflug liðsframmistaða skóp þennan sigur. Dagur Austmann var valinn XO-maður leiksins af stuðningsmönnum Leiknis, Brynjar Hlöðversson var maður leiksins að mati Morgunblaðsins og Sævar var maður leiksins á Fótbolta.net.

Þá óskum við Shkelzen Veseli til hamingju með hans fyrsta leik í efstu deild! Næsti leikur verður gegn Val á Hlíðarenda á föstudagskvöld klukkan 20:15.

Byrjunarlið Leiknis: Guy (m); Gyrðir, Binni Hlö, Bjarki, Dagur; Árni, Daði, Emil; Danni, Máni, Sævar (f). (Komu af bekknum: Ernir, Arnór, Birgir, Shkelzen)

Sjáðu skýrsluna á Fótbolta.net

Viðtal við Sigga Höskulds

Viðtal við Sævar Atla

Myndaveisla Hauks Gunnarssonar