Flugeldasýning undir Æsufelli á Menningarnótt
Leiknir 5:1 Þór Akureyri
Domusnovavöllurinn í Breiðholti, laugardaginn 24. ágúst 2024.
19. umferð Lengjudeildarinnar. Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mörk Leiknis:
31' - Shkelzen Veseli
33' - Róbert Hauksson
58' - Shkelzen Veseli
66' - Róbert Quental Árnason
80' - Róbert Quental Árnason
Leiknismenn voru í miklu stuði í Breiðholtinu á Menningarnótt og buðu upp á fimm marka flugeldasýningu. Shkelzen Veseli og Róbert Quental skoruðu báðir tvö mörk og Róbert Hauksson eitt mark en Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði eina mark gestanna. Sigurinn þýddi að Leiknir fór upp í 9. sæti með 21 stig, 8 stigum frá fallsæti þegar 9 stig eru í pottinum.
Omar Sowe og Aron Einarsson voru í banni í þessum leik. Þeir hafa báðir átt gott tímabil fyrir Leikni í sumar en í fjarveru þeirra stigu aðrir menn upp í markaskorun og á miðjunni sáu Sindri Björnsson og fyrirliðinn Daði Bærings um að halda öllu gangandi.
Nú er ljóst að það eru þrír leikir eftir af þessu tímabili hjá Leikni. Næst er það heimaleikur gegn Dalvík/Reyni, svo útileikur gegn Þrótti áður en tímabilið endar á heimaleik gegn ÍBV. Höldum áfram að styðja við bakið á liðinu og klárum þetta tímabil á skemmtilegum nótum.
Áfram Leiknir!
Umfjöllun um leikinn á Fótbolta.net
Viðtal við Ólaf Hrannar eftir leikinn
Byrjunarlið Leiknis gegn Þór:
1 - Viktor Freyr Sigurðsson
5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)
6 - Andi Hoti
7 - Róbert Quental Árnason
8 - Sindri Björnsson
9 - Róbert Hauksson
10 - Shkelzen Veseli
22 - Þorsteinn Emil Jónsson
23 - Arnór Ingi Kristinsson
25 - Dusan Brkovic
43 - Kári Steinn Hlífarsson
Varamenn:
16 - Arnór Daði Aðalsteinsson (inn á 76' fyrir Kára Stein)
14 - Davíð Júlían Jónsson (inn á 76' fyrir Þorstein Emil)
17 - Stefan Bilic (inn á 87' fyrir Róbert Hauksson)
45 - Gastao De Moura Coutinho (inn á 89' fyrir Shkelzen Veseli)