Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 2.10.2022, 18 30 14
Fréttir | 02.10.2022

Fram 3-2 Leiknir (1)

Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hófst í dag og lutu okkar menn í lægra haldi gegn sprækum Frömurum í Úlfarsárdal í fyrsta leiknum af 5 í baráttunni um að halda sæti í deildinni. Lokatölur voru 3-2.

Það blés köldu í stúkunni á nýja velli þeirra bláklæddu en þeir hafa komið á óvart í sumar líkt og okkar lið gerði sem nýliðar í fyrra. Mikkel Dahl skoraði laglegt skallamark á 2. mínútu leiksins og hitaði það gesti í stúkunni um hjartarætur. En Framarar eru þekktir fyrir allt annað en að hanga til baka og voru þeir búnir að jafna eftir 13 mínútna leik en þar var á ferðinni Delphine Tshiembe inni í teig þar sem hann virtist skjóta yfir 4 varnrmenn og Viktor í markinu. 

Leikurinn var skemmtilegur og skiptust liðin á að sækja hratt en 1-1 var staðan í hálfleik. 

Nokkuð janfræði var með liðunum í byrjun seinni hálfleiks eða þangað til að Jannik Holmsgaard sett´ann 59. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við á 71. mínútu og þá var brekkan orðin myndarleg fyrir okkar menn sem áttu sem fyrr erfitt með að skapa álitleg færi þó að við höfum nú séð það svartara í sumar en í þessum leik. 

Siggi var óhræddur við að gera miklar breytingar í leiknum og með ferskum fótum komu nokkur tækifæri. Það var svo á lokamínútu venjulegas leiktíma sem Zean Dalugge fiskaði vítaspyrnu sem Emil Berger kláraði af sínu alkunna öryggi en þar við sat. Berger átti skalla rétt framhjá markinu í uppbótartíma sem hefði mátt fara á rammann en bláklædda liðið sem við fórum nokkrum sinnum létt með í Lengjudeildinni, virðist kunna svar við öllu sem í þá er hent árið 2022. Allavega þegar Leiknir er annars vegar. 

Nú er það bara lífsróður í Kaplakrika næsta sunnudag gegn svarthvítum lærisveinum Eiðs Smára í FH. Við treystum á ykkur, kæra Leiknisfólk, í baráttunni sem framundan er. 

#StoltBreiðholts

skýrsla .net

Viðtal við Sigga

skýrsla KSÍ

skýrsla mbl.is

skýrsla visir.is