Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 13.04.2023

Fréttir af aðalfundi 2023

Aðalfundur Íþróttafélagsins Leiknis fór fram miðvikudaginn 12. apríl í Leiknisheimilinu. Að lokinni skýrslu formanns var ársreikningur félagsins fyrir árið 2022 samþykktur en hann má finna hér á heimasíðunni.


Þá var samþykkt að gera breytingu á 3. gr. laga félagsins sem hér greinir:

Ný 3. gr. Merki og litir.

Í merki félagsins er ritað heiti þess, Leiknir. Aðallitir félagsins eru blár og vínrauður.


Formaður félagsins, Oscar Clausen, var endurkjörinn til tveggja ára sem og tveir stjórnarmenn í aðalstjórn þau Elvar Geir Magnússon og Sigríður Agnes Jónasdóttir. Fyrir í aðalstjórn eru Garðar Gunnar Ásgeirsson og Snorri Valsson. Í varastjórn voru kosnir Brynjar Hlöðversson og Óli Róbert Sigurbjargarson. Stjórn Leiknis er því óbreytt á milli ára.

Félagsgjald í Íþróttafélaginu verður óbreytt á milli ára, kr. 2.500.