Fréttir af leikmannahópi
Meistaraflokkur er kominn til æfinga á ný í Austurberginu og er því langt undirbúningstímabil fyrir átök næsta sumars hafið.
Verið er að vinna í leikmannamálum og auk þess sem Aron Einarsson slóst í hópinn í síðasta mánuði, hafa nokkrir mikilvægir Leiknismenn fest hugi sína áfram við félagið.
Patryk Hryniewicki er búinn að kvitta út 2025. Hann byrjaði síðasta sumar á bekknum en þegar hann fékk tækifærið á seinni hluta tímabilsins var hann framúrskarandi flottur og í miðverðinum og það verða augljóslega mörg augu á þessum uppalda kappa í vetur og vor.
Marko Zivkovic er annar grjótharður fyrrum fyrirliði 2. flokks sem er nú bundinn út tímabilið 2026. Hann spilaði sína fyrstu deildarleiki með meistaraflokki í sumar í bakverði og stóð sig með mikilli prýði. Frábær félagsmaður sem lætur áfram finna fyrir sér á nýju ári.
Ósvald Jarl hefur einnig framlengt út 2025 við félagið. Þessi vinstri bakvörður átti frábært sumar í ár og komst loksins yfir 100 leikja múrinn fyrir félagið og bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum. Mikið gleðiefni og merki um stöðugleika að þessi snillingur er klár amk 2 ár í viðbót í Breiðholtinu.
Að síðustu hefur félagið virkjað ákvæði í samningi Omar Sowe um annað tímabil enda var Ómar markahæstur í liðinu í sumar og valinn leikmaður ársins með miklum meirihluta af stuðningsmönnum og leikmönnum.
Velkomnir aftur til leiks strákar!
#StoltBreiðholts