Fyrsti heimaleikur á laugardagskvöld
Á laugardagskvöld, 8. maí, eigast við Leiknir og Breiðablik í fyrsta heimaleiknum okkar í Pepsi Max-deildinni þetta sumarið.
Leiknir mun taka á móti 200 áhorfendum á leiknum en út af samkomutakmörkunum er ekki leyfi fyrir fleiri. Athygli er vakin á því að árskortshafar munu ganga fyrir í miðasölu á leikinn.
Verið er að gera allt klárt á Leiknissvæðinu eins og sjá má á þessum myndum. Verið er að byggja fallegan pall við félagsheimilið sem mun bæta leikdagsupplifunina enn frekar.
Leiknisliðið æfði á æfingagrasinu í gærkvöldi, þar á meðal Máni Austmann sem er kominn aftur frá Bandaríkjunum. Máni er búinn að fara í bólusetningu og er klár í slaginn fyrir leikinn á laugardag.
laugardagur 8. maí
19:15 Leiknir - Breiðablik (Domusnovavöllurinn)