Góður æfingasigur á KV
Leiknir fékk nýliða KV úr Lengjudeildinni í heimsókn í gær og spiluðu þeir æfingaleik á gervigrasinu. Leiknismenn voru komnir í 4-0 í hálfleik og leik lauk svo með 6-0 sigri.
Nýliðarnir í sóknarlínu Leiknis halda áfram að þakka traustið en þeir Róbert Hauksson og Mikkel Jakobsen skoruðu fyrstu tvö og síðust tvö mörk leiksins milli þess sem Mikkel Dahl og Emil Berger kláruðu sín færi.
Þess má geta að Kristján Páll Jónsson, sem telst til gullaldarkynslóðar Leiknis, var í byrjunarliði gestanna ásamt Róberti Vattnes sem er kominn á láni frá Leikni í sumar.
Nú styttist óðum í að Besta deildin rúlli af stað með heimsókn norður þann 20.apríl. Það skal tekið fram að það er daginn fyrir Sumardaginn Fyrsta svo flestir ferðalangar ættu að eiga frídag daginn eftir ef þeir láta sig hafa að bruna norður.
Myndaveisla Hauks Gunnarssonar af leiknum
#StoltBreiðholts