Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 16.8.2023, 18 38 33
Fréttir | 16.08.2023

Grindavík 1-0 Leiknir

Það kom að því að okkar menn lutu í lægra haldi fyrir andstæðingi í Lengjudeildinni. Eftir 6 sigra í röð tókst Grindvíkingum að glíma stigin þrjú af Leikni suður með sjó í baráttuleik.

Ósvald Trausti bar fyrirliðabandið í fjarveru þeirra Daða Bærings og Binna Hlö en Patryk Hryniwiecki var einnig í byrjunarliði í fyrsta sinn í deild hjá Leikni. 

Leikurinn var fínasta skemmtun fyrir þá Leiknismenn sem létu sig hafa að bruna Brautina fyrir snemmbúinn sparktíma klukkan 18:00. Strákarnir hans Fúsa þekkja hlutverk sín vel og gott gengi upp á síðkastið var endurspeglað í sjálfstrausti með boltann og sóknargleði. Það komu þó færi í hina áttina eins og eðlilegt er og um miðjan fyrri hálfleikinn fengum við hraðaupphlaup 3 á móti 1 og Símon Logi slúttaði með marki. 

Eftir þetta tóku Leiknismenn öll völd á vellinum og aftur, með svægi sem sæmir liði sem er hætt að kunna að tapa. Hálfleiksflautið hefði mátt koma ca 10 mínútum síðar því markið lá loftinu áður en flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur hófst með nokkru jafnræði en eðli málsins samkvæmt voru Leiknismenn meira með boltann að byggja sóknir á meðan heimamenn byggðu spil sitt að mestu upp á hraðaupphlaupum. Það vantaði ekki baráttuna og leikurinn hefði getað farið hvernig sem er. 

Nú er bara að dusta af sér rykið og á sunnudag koma Vestramenn í heimsókn í Breiðholtið. Það verður sögustund í klúbbhúsinu fyrir leik og því tilvalið að hrista af sér Menningarnótt í Breiðholtinu með því að heimsækja heimahagana og horfa á strákana koma sér aftur á sigurbraut. 

Sjáumst þá! 

#StoltBreiðholts