Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 30.08.2024

Heimaleikur gegn Dalvík/Reyni

Leiknir vann frábæran sigur á Þór í Breiðholtinu í síðustu umferð og aftur fáum við lið að norðan í heimsókn þegar Dalvík/Reynir kemur í Efra-Breiðholtið. Dómari leiksins verður Elías Ingi Árnason og hann flautar leikinn í gang klukkan 16:00, laugardaginn 31. ágúst. Lokum ágústmánuði með góðri mætingu á Domusnovavöllinn því þetta er næst síðasti heimaleikur tímabilsins. Miðasalan er hérna á Stubbi.

Með sigrinum á Þórsurum í síðasta leik fór Leiknir upp fyrir Þórsara í 9. sætið í Lengjudeildinni með 21 stig eftir 19 leiki. Sex sigrar, þrjú jafntefli og tíu töp (níu af þeim með aðeins eins marks mun). Markatala Leiknis eftir 19 leiki er 27:30. Omar Sowe er sem fyrr markahæstur hjá Leikni með 11 mörk (2.-4. markahæsti í deildinni), Shkelzen Veseli kemur á eftir honum með 5 mörk, Róbert Quental hefur skorað 4 mörk, Róbert Hauksson 3 mörk og síðan koma Egill Ingi, Jón Hrafn og Sindri Björns með 1 mark hver auk eins sjálfsmarks.

Dalvík/Reynir er í 12. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 19 leiki. Tvo sigra, sjö jafntefli og tíu tapleiki. Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð og Gróttu í sextándu umferð, hafa síðan náð fimm jafnteflum á heimavelli og tveimur jafnteflum á útivöllum. Í síðustu umferð komust þeir yfir gegn Grindavík en enduðu á að tapa þeim leik 1:7. Markatala Dalvík/Reynis í deildinni er 20:40. Markahæstur hjá þeim er Áki Sölvason með sex mörk, á eftir honum koma Amin Guerrero Touiki með fimm mörk, Abdeen Temitope Abdul með fjögur mörk og Borja Lopez Laguna með tvö mörk.

Þessi lið mættust síðast í 10. umferð, í lok júnímánaðar, fyrir norðan. Þá vann Leiknir 1:0 sigur, Omar Sowe skoraði eina mark leiksins.

 

Njótum laugardagsins saman á vellinum og hvetjum liðið áfram til góðra verka.

Áfram Leiknir!