Fara á efnissvæði
IS EN PL
BERGEERPUNYED
Fréttir | 07.05.2022

Íslandsmeistararnir í heimsókn

Á sunnudagskvöld lýkur 4.umferð Bestu deildarinnar með heimsókn Íslandsmeistara Víkings á Domusnovavöllinn.

Leiknir situr í fallsæti eftir að allir aðrir leikir umferðarinnar eru að baki og þarf því sigur til að komast úr þeirri stöðu. Í spjalli við Leiknisljónin er Siggi Höskulds klár í slaginn og ætlar að spila til sigurs þó að gestirnir séu að koma særðir til leiks eftir 4-5 tap á heimavelli í síðustu umferð. 

Það má því búast við fjörugum leik. Siggi ætlar að taka töflufund með stuðningsmönnum klukkan 18:00 og svo verður nýr meðlimur vígður inn í Heiðurshöll Leiknis klukkan 18:45. 

Hasarinn hefst svo fyrir alvöru þegar dómari leiksins flautar hann á klukkan 19:15. Í fyrra var þetta einn af eftirminnilegustu sigrum tímabilsins með heimasigri 2-1. Víkingar töpuðu aðeins einum öðrum leik allt síðasta sumar.

Miðasala er hafin á Stubbur-appinu og hvetjum við að sjálfsögðu alla Leiknismenn til að mæta og flykkja sér bakvið liðið okkar allra í baráttunni. Hvort sem þú nýtir röddina eða ekki viljum við endilega sjá sæti fyllt í stúkunni en ekki sófunum heima. 

#StoltBreiðholts