Jafntefli við Blika í sex marka leik
Leiknir 3 - 3 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('26)
1-1 Máni Austmann Hilmarsson ('45)
2-1 Emil Berger ('55)
3-1 Sævar Atli Magnússon ('66, víti)
3-2 Jason Daði Svanþórsson ('73)
3-3 Jason Daði Svanþórsson ('90)
2. umferð Pepsi Max-deildarinnar
Leiknir og Breiðablik gerðu 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik á Domusnova-vellinum á laugardagskvöld. Blikar skoruðu fyrsta mark leiksins en Máni Austmann fagnaði heimkomunni með stórkostlegu fótboltamarki. Mögulega er mark tímabilsins þegar komið! Staðan var jöfn í hálfleik.
Leiknir komst í 3-1. Emil Berger skoraði mjög huggulegt mark og Sævar Atli skoraði af vítapunktinum eftir að hafa krækt sjálfur í vítið.
En Blikar skoruðu tvívegis á lokasprettinum og björguðu stigi. Jöfnunarmarkið kom á 90. mínútu leiksins.
Sjáðu mörkin úr leiknum hérna (Vísir)
Máni Austmann var valinn maður leiksins í boði XO og þá var hann einnig valinn í úrvalslið umferðarinnar á Fótbolta.net.
Byrjunarlið Leiknis: Guy (m); Gyrðir, Binni, Bjarki, Dagur; Árni, Daði, Emil; Danni, Máni, Sævar (f). (Komu af bekknum: Manga, Ágúst Leó)
Sjáðu skýrslu leiksins (af Fótbolti.net)