Fara á efnissvæði
IS EN PL
Kajleo
Fréttir | 07.04.2023

Kaj Leo til Leiknis

Kaj Leo í Bartalsstovu er genginn til liðs við Leikni fyrir baráttuna í Lengjudeildinni í sumar. Þessi reynslumikli Færeyingur hefur skrifað undir samning út tímabilið í ár og ljóst er að hann styrkir hópinn okkar umtalsvert með 7 ára reynslu í efstu deild Íslands og landsliðsleiki fyrir heimalandið ásamt því að hafa verið í röðum Dinamo Búkarest í Rúmeníu.

Kaj Leo hefur spilað 120 deildarleiki og 11 bikarleiki á Íslandi hjá FH, ÍBV, Val og núna síðast hjá ÍA. Kappinn er örfættur vængmaður og ætti að styrkja sóknarleik liðsins umtalsvert. Félagaskiptin frá ÍA eru núþegar gengin í gegn og hann verður því valmöguleiki fyrir Fúsa og Donna þegar okkar menn mæta FC Árbæ í 2. umferð Mjólkurbikarsins strax á morgun laugardag. Leikurinn hefst 14:00 á Domusnovavellinum og bjóðum við alla Leiknismenn velkomna í Austurbergið að peppa liðið okkar í fyrsta keppnisleik "sumarsins". 

Við bjóðum Kaj Leo velkominn í Breiðholtið og óskum honum góðs gengis! 

#StoltBreiðholts