Fara á efnissvæði
IS EN PL
IMG 20220325 181855 481
Fréttir | 28.03.2022

Karan á reynslu hjá AIK

Karan Gurung, 4. flokksleikmaður Leiknis, er nýkominn frá Svíþjóð þar sem hann var á reynslu í 6 daga hjá stórliðinu AIK. Karan vakti athygli í janúar þegar hann skoraði aðeins 13 ára í fotbolti.net mótinu. Hann fór út á 14 ára afmælisdaginn sinn og lætur vel af reynslunni sem hann fékk við að æfa með akademíu félagsins. Hann var kominn á æfingu hjá 4.flokki í dag og fengum við að taka hann tali um stundarsakir: 

Nemanja Pjevic, þjálfari í 4.flokki, fylgdi Karan út. “Það hafa verið Leiknismenn sem hafa áður farið á svona prufu en ekki áður að fullu leyti að beiðni félagsins sem á í hlut. Þannig að það er risastórt.”

En hvernig passaði Karan okkar inn á æfingunum sem hann tók þátt í?: “Hann stóð sig bara mjög vel. Hann æfði með U-16 ára liðinu þeirra en ekki 14 ára strákunum. Þarna úti er flokkur fyrir hvert aldursár. Hann stóð sig mjög vel þar en æfði svo og spilaði með 15 ára liðinu á laugardag. Ég fæ skýrslu frá þeim á næstunni en það kæmi mér lítið á óvart að þeir myndu kalla hann aftur út í framtíðinni”. 

Nemanja fékk að fylgjast með æfingum hjá AIK á meðan á dvölinni stóð og hvernig félagið vinnur. : “Ég gat borið saman æfingasvæðið og hvar við erum hér í Breiðholti og miðað við að þetta er langvinsælasti klúbburinn í Svíþjóð get ég sagt að við erum bara á mjög góðri leið. Æfingarnar þeirra eru á hærra tempói en það eru nokkrir hjá okkur sem ég tel að myndu fyllilega passa þarna inn.”

Við fylgjumst að sjálfsögðu með okkar manni í sumar og hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna. 

#StoltBreiðholts