
Karan Gurung skrifar undir samning
Karan Gurung skrifar undir samning til 2027.
Karan er fæddur árið 2008 og spilaði 4 leiki með meistaraflokki Leiknis seinasta sumar í Lengjudeildinni.
Undirbúningstímabilið 2025 hefur gengið vel og hefur hann spilað 4 leiki í Lengjubikar karla og skorað 2 mörk!
Þess má geta að Karan var valinn í U17 ára landslið karla fyrir leiki í milliriðli EM 2025.
U17 ára landsliðið mun spila leikina frá 17.-26. mars og munu spila við Belgíu, Írland og heimamenn í Póllandi.
Karan kom inná í fyrsta leiknum gegn Póllandi sem endaði 1-1.
Við Leiknismenn fögnum því að Karan hefur skrifað undir samning og bíðum spenntir eftir að sjá hann spila með meistaraflokki Leiknis næstu árin.
Áfram Leiknir!