Fara á efnissvæði
IS EN PL
Screenshot 20221001 154509 Youtube (1)
Fréttir | 01.10.2022

Karan í U-15 ára hópnum

Karan Gurung er í U-15 ára landsliðshópi Lúðvíks Gunnarssonar sem heldur tli Slóveníu í næstu viku og tekur þátt í þróunarmóti þar á vegum UEFA.

Karan hefur vakið athygli í yngri flokkum Leiknis en drengurinn er fæddur 2008 og því aðeins 14 ára ennþá. Hann sat á tréverki meistaraflokks um daginn í Bestu deildinni í alræmdri ferð í Víkina og ljóst að kappinn er vonarstjarna félagsins um þessar mundir þó langt sé í að hann sé búinn að ná fullum þroska. 

Karan fór í vor á reynslu til AIK í Svíþjóð og ljóst að ef hann heldur áfram að þróa sinn leik í Efra-Breiðholti að hann heldur áfram að vekja athygli. Við fylgjumst vel með okkar manni. 

#StoltBreiðholts

Frétt fotbolta.net