Keflavík 3-0 Leiknir
Leiknir tapaði illa fyrir Keflavík í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær og óheppnin heldur áfram að elta liðið fyrir framan mark andstæðinganna.
Lokatölur voru 3-0 eftir að okkar menn lentu undir innan 5 mínútna annað árið í röð á þessum velli. Það sem verra er að í aðdraganda marksins hlaut fyrirliði okkar, Bjarki Aðalsteins, höfuðmeiðsli og gat ekki haldið keppni áfram. Hann komst þó óstuddur af velli sjálfur og óskum við honum skjótann bata. Gyrðir Guðbrands leysti fyrirliðann af hólmi í vörninni.
Þó að nokkur marktækifæri hafi litið dagsins ljós fyrir okkar menn, þar á meðal tvö sláarskot, þá verður að segjast eins og er að heimamenn virtust vilja stigin 3 meira í gær og uppskáru eftir því.
Fyrir leikinn voru Keflvíkingar neðstir í deildinni. Næsti leikur okkar er gegn Fram, liðinu sem vermir það sæti núna. Það er ljóst að nú er mál að þjappa sér saman innan sem utan vallar og sækja stig og mörk á heimavelli gegn Frömurum á mánudagskvöld.
Skýrsla leiksins á fotbolti.net
#StoltBreiðholts