Fara á efnissvæði
IS EN PL
Keflavik Leiknir2024
Fréttir | 03.06.2024

Keflavík í Keflavík

Leiknir og Keflavík hafa bæði unnið einn leik af fyrstu fimm í Lengjudeildinni í ár sem er undir væntingum. Þessi lið mætast á HS Orku vellinum í Keflavík miðvikudagskvöldið 5. júní í sjöttu umferðinni. Þetta má búast við hörkuleik eins og alltaf hjá þessum liðum. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Leiknir er með 3 stig og í 12. sæti Lengjudeildarinnar en Keflavík er með 5 stig í 7. sæti deildarinnar. Markatala Leiknis er 5:8 og markatalan hjá Keflavík er 7:6.

Keflavík tapaði fyrstu tveimur leikjum sumarsins, fyrst 1:2 gegn ÍR í Keflavík og svo 1:0 gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Í þriðju umferð vann Keflavík öflugan 3:0 sigur á Aftureldingu en hefur síðan þá gert tvö jafntefli. Fyrst 1:1 gegn Þór á Akureyri og síðan 2:2 gegn Grindavík í síðasta leik.

Markahæstu menn Keflavíkur eru Sami Kamel og Valur Þór Hákonarson sem hafa báðir skorað 2 mörk. Mamadou Diaw og Stefán Jón Friðriksson hafa skorað sitt markið hvor. Eitt marka Keflavíkur var skráð sem sjálfsmark andstæðings.

Leiknir og Keflavík voru saman í efstu deild 2021 og 2022. Þá hafði Keflavík ákveðin tök á okkar mönnum og sigruðu alla 5 leikina í deildinni þau ár. Leiknir náði þó sigrum inn á milli þessara tímabila, bæði í Lengjubikar og Fótbolta.net mótinu.

Síðast þegar liðin voru saman í næst efstu deild þá var Leiknir í meira stuði. Sumarið 2020 vann Leiknir báða deildarleiki þessara liða. Fyrst 1:2 í Keflavík og svo 5:1 á heimavelli Leiknis.

Liðin mættust fyrst í VISA-bikarnum í júlí 2006. Þá vann Keflavík 3:0 sigur í Breiðholtinu.

Samtals hafa liðin spilað 20 leiki. Leiknir hefur unnið sjö sinnum, Keflavík hefur unnið níu leiki og fjórum sinnum hafa leikar endað jafnir. Markatalan í þessum 20 leikjum er 25:39, Keflavík í hag.

 

Við minnum á miðasöluna á Stubbi.

Áfram Leiknir!