Kosið í stjórn
Aðalfundur Íþróttafélagsins Leiknis fór fram 15. apríl í Leiknisheimilinu og var góð mæting á fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fór fram kosning í aðalstjórn. Þeir Eyjólfur Tómasson og Brynjar Hlöðvers voru kosnir til tveggja ára og Aron Fuego Daníelsson til eins árs.
Stjórn Íþróttafélagsins Leiknis þetta starfsárið er þá þannig skipuð:
Oscar Clausen, formaður
Aron Fuego Daníelsson
Brynjar Hlöðvers
Elvar Geir Magnússon
Eyjólfur Tómasson
Varamenn í stjórn til eins árs voru sjálfkjörnir:
Kristján Páll Jónsson
Orri Eiríksson
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Þeim Garðari Ásgeirssyni, Sirrý Jónasdóttur og Snorra Valssyni voru þökkuð góð störf fyrir félagið á fundinum en þau létu af stjórnarstörfum.
Að lokum var samþykkt ályktunartillaga sem send verður borgarstjórn Reykjavíkur sem lýtur að stöðu Leiknis sem íþróttafélags í efra Breiðholti.