Fara á efnissvæði
IS EN PL
Krissikonn
Fréttir | 11.05.2022

Kristófer Konráðs lánaður til Leiknis

Kristófer Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, kemur á láni út leiktíðina til Leiknis. Hann er kantmaður fæddur 1998 sem hefur spilað 27 leiki fyrir meistaraflokk Garðbæinganna. Hann á einnig að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands. 

Kappinn hefur verið við nám og knattspyrnu í Boston College ytra og lýkur því í mánuðinum áður en hann kemur í lok maí til liðs fyrir Stolt Breiðholts. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum með Stjörnunni í fyrrasumar þar sem hann náði aðeins 5 leikjum. 

Kristófer er mikill félagi Austmann-bræðra og í Hinni Hliðinni hjá Fóbolti.net í vor voru þeir meðal þeirra sem hann tæki með sér á eyðieyju ásamt því að ef hann fengi að velja einn mann úr öðru liði þá hefði hann tekið tvíburana báða "heim" í Stjörnuna. Við vonum að hann láti sér duga að koma yfir í gullfallegar blárauðar rendur Stoltsins með Degi og hann blómstri með okkur eins og Dagur hefur gert. 

Velkominn í Breiðholtið Kristófer!

KSÍ-prófíll Konráðs

Boston College-prófíll Konráðs

Frétt um lánssamninginn hjá fotbolti.net

Hin Hliðin á fotbolti.net

Kristófer á Instagram

Kristófer á Twitter

 

#StoltBreiðholts