Lágum í Kópavoginum
Það var vitað mál að leikurinn gegn Breiðabliki í Kópavogi yrði erfiður en brekkan varð enn brattari þegar það kom í ljós á leikdegi að Binni Hlö og Sævar Atli voru ekki leikfærir.
Breiðablik komst yfir snemma leiks en okkar lið fór svo illa með gullin tækifæri til að jafna leikinn. Gott lið Blika refsaði og var 2-0 yfir í hálfleik.
Guy og Danni Finns fóru meiddir af velli í seinni hálfleik, Breiðablik gekk á lagið og kláraði leikinn að lokum 4-0.
Viktor Freyr Sigurðsson markvörður lék sinn fyrsta Pepsi Max-leik og stóð sig vel en hann kom inn þegar Guy meiddist.
Hér má sjá skýrslu leiksins af Fótbolta.net
Viðtal við Sigga Höskulds eftir leikinn
Pepsi Max-deildin er því hálfnuð hjá okkar mönnum en hér má sjá stöðuna í deildinni.