Fara á efnissvæði
IS EN PL
Vestri002
Fréttir | 21.08.2023

Leiknir 1-2 Vestri

Vestri og Leiknir höfðu sætaskipti í Lengjudeildinni í gær þegar Ísfirðingarnir höfðu sigur á Domusnovavellinum 1-2. Eftir leikinn erum við í 5. sæti deildarinnar.

Gestirnir voru heilt yfir grimmari í leiknum og það vantaði upp á svægið sem hefur einkennt leik okkar manna síðustu vikur. Vestramenn höfðu komist í nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik án þess að klára þau en það sama mátti segja um okkar lið. Omar Sowe komst í nokkur góð færi en brást bogalistinn. Það var svo Benedikt Waren sem setti fyrsta markið eftir 70 mínútna leik. Það var búið að liggja nokkuð á okkar mönnum minúturnar á undan og stíflan brast loks. 

Það hefur þó ekki hingað til í sumar brotið liðið okkar að lenda undir og það sama var uppi á teningnum í gær. Menn spýttu í lófana og sóttu á móti í blíðunni í Breiðholti. Það endaði með marki sem Danni Finns skoraði eftir að markvörður gestanna hafði varið vel. Þá voru 10 mínútur til stefnu en ekki tókst að sigla stigi eða stigum heim. Gestirnir voru aftur hungraðri í þessum leik og kláruðu þetta með marki frá Tufegdzic á 86. mínútu og þar við sat. 

Eftir leikinn erum við í 5. og síðasta sæti úrslitakeppninnar eins og sakir standa en eftir 2 tapleiki í röð er mikilvægt að snúa taflinu við með stuðningi allra úr Breiðholtinu enda er næsti leikur á útivelli gegn Aftureldingu á bæjarhátíð þeirra Mosfellinga og mjög stutt í aragrúa liða fyrir neðan okkur sem hungrar einnig í úrslitakeppnissæti. Nú hefst hjá okkur öllum 4 leikja endasprettur og við setjum nú öll Stoltið okkar í Breiðholtið með mætingu og stuðningi við strákana okkar! 

#StoltBreiðholts