Fara á efnissvæði
IS EN PL
Grotta
Fréttir | 12.08.2023

Leiknir 2-1 Grótta

Það er aldeilisgaman að vera Leiknismaður þessa dagana! Í gærkvöld hringdu okkar menn inn helgina með sínum 6. sigri í röð á ljúfu föstudagskvöldi í Breiðholtinu. 4. sætið í deildinni er okkar að svo stöddu og bragurinn á leik liðsins er virkilega skemmtilegur.

Gróttumönnum tókst að standa af sér nokkrar stórsóknir í fyrri hálfleik en í þeim seinni brustu varnirnar þegar maður leiksins Róbert Quental Árnason læddi skoti á nærstöng gestanna sem rataði inn. Axel Sigurðarson náði að jafna örstuttu síðar en það er eitthvað ósgrandi við okkar menn núna og enginn annar en Arnór Ingi Kristinsson tók allan vafa af með því að stanga boltann í netið 3 mínútum síðar og eftir fínasta barning síðustu mínúturnar náðu okkar menn að sigla stigunum 3 í höfn. 

Partý á Álfinum og það er bjart í Breiðholti. Nú er það heimsókn í Grindavíkina í næstu viku, þar sem við finnum nokkra fyrrum Leiknismenn í sárum um miðja deild með blóðbragð í munni. Leikurinn sparkast af stað klukkan 18:00 á miðvikudaginn næsta. Við þurfum alla sem geta vettlingi valdið til að hirða öll stigin þar. Sjáumst! 

#StoltBreiðholts