Fara á efnissvæði
IS EN PL
Photo 15.10.2022, 15 28 53
Fréttir | 16.10.2022

Leiknir 2-2 ÍA

Botnliðin tvö skiptu með sér stigunum í gær þegar þau máttu sem minnst við því. Eftir leikinn eru Skagamenn fallnir að öllu leyti nema stjarnfræðileg úrslit líti dagsins ljós í síðustu tveimur leikjum. Að sama skapi er útlitið ákaflega dökkt fyrir Stolt Breiðholts þar sem liðið er 4 stigum á eftir FH-ingum og örlögin því ekki í eigin höndum í síðustu tveimur leikjum umspilsins.

Skagamenn hafa hingað til fengið núll stig úr leikjunum við okkar menn í ár en í þetta sinn tókst þeim að jafna tvisvar þrátt fyrir flotta byrjun Leiknis og þurfa ekki að elta leikinn. Það tókst ekki að skapa nægilega góð færi til að klára þetta og það er svosem saga tímabilsins. Erfitt að skapa næg færi og of oft erfitt að þétta raðirnar bakatil. 

En það lifir enn vonarglæta og ef hlutskipi félagsins er að færa sig niður um deild skal það gert með sóma og allt gefið í heimaleik gegn Keflvíkingum næstu helgi áður en haldið verður til Vestmannaeyja í lok mánaðarins. Miði er möguleiki og við höfum séð það margfalt svartara en þetta í 111. 

Sjáumst á laugardaginn. 

#StoltBreiðholts