Leiknir 3-0 Njarðvík
Langþráður sigur vannst í Lengjudeildinni í gærkvöld þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. 3-0 varð niðurstaðan en það voru þeir Hjalti Sig og Robbi Hauks sem sáu um mörkin, sá síðarnefndi setti tvö og ógnaði fleirum.
Okkar menn voru ívið sterkari í fyrri hálfleik þartil Robert Blakala, markvörður gestanna, fékk reispassann fyrir að taka Omar Sowe niður fyrir framan víteiginn og svipti hann því ákjósanlegu færi. Það er skemmst frá því að segja að okkar menn léttu liðsmuninn telja í seinni hálfleik, hárbeittir og setti Hjalti mark eftir góðan undirbúning Robba Hauks strax á 48. mínútu.
Strákarnir héldu einbeitingu og sóttu linnulaust þartil næsta mark kom á 60. mínútu og það síðasta á 73. mínútu. Eftir erfiða byrjun á Lengjudeildarmótinu og enga sigra síðan í fyrsta leik í maí, er þetta kærkominn sigur og ekki verra að menn voru einbeittir að halda hreinu í fyrsta sinn á árinu í deild og jafnvel stela fleiri mörkum. Það er svo sannarlega gott veganesti fyrir erfiðan útlieik gegn næstefsta liðinu Fjölni á fimmtudagskvöld.
Leiknir og Njarðvík höfðu með þessum úrslitum sætaskipti í deildinni og erum við komnir úr fallsæti í bili. Þeir Hjalti og Robbi Hauks er í úrvalsliði umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum.
#StoltBreiðholts