Leiknir 3-2 Ægir
Okkar menn tryggðu sér sigur gegn botnliði Ægis í Lengjudeildinni í gærkvöld á Domusnovavellinum og náðu þannig að slíta sig frá botninum, um sinn í það minnsta.
Sigurinn vannst á lokametrunum sem gerir hann enn sætari en í hálfleik voru gestirnir yfir 1-2 og útlitið nokkuð dökkt. Sindri Björns hafði skorað fyrsta mark leiksins á 15. mínútu en arfaslakur varnarleikur varð okkur að falli 5 mínútum síðar þegar Dimitrjije Cokic fékk háa sendingu inn að teig og afgreiddi yfir Viktor Frey í markinu. 7 mínútum síðar var Binni Hlö búinn að handleika boltann inni í teig og Ivo Braz skoraði örugglega úr vítinu í framhaldi.
Erfiðlega gekk að skapa dauðafæri í seinni hálfleik en stíflan brast á 85. mínútu og það var svo Róbert Hauks, sem kom af bekknum, sem skapaði uslann sem olli því að Baldur Berndsen í liði Ægis setti boltann í eigið net á 2. mínútu uppbótartíma.
Ljúft að tryggja 3 stig á heimavelli í blíðunni þó hann hefði illmögulega geta staðið tæpari. Annar sigur á Domusnovavellinum í röð og ósigraðir þar í 4 leikjum síðan í maílok. Það er eitthvað til að byggja á en næsti leikur er á Selfossi á sunnudag klukkan 14:00. Við eigum harma að hefna þar sem þeir sigruðu okkur í byrjun tímabils á gervigrasinu í heimahögunum. Selfyssingar eru sem stendur beint fyrir neðan okkur í töflunni en eiga 2 leiki til góða og kæmust uppfyrir okkur með sigri.
Nú er bara að fjölmenna á Selfoss og styðja strákana til áframhaldandi afrekar á vellinum. Þetta er allt að koma.
#StoltBreiðholts