Fara á efnissvæði
IS EN PL
Lengjubikarslogo Með Fre Tt
Fréttir | 05.02.2025

Leiknir í Lengjubikarnum 2025

Undirbúningurinn fyrir tímabilið 2025 heldur áfram og nú er komið að Lengjubikarnum. Leiknir er í riðli 4 í A deild Lengjubikarsins. Leikar hófust í riðlinum síðastliðinn mánudag þegar KR vann Keflavík í Egilshöllinni. Okkar menn hefja leik á Selfossi gegn heimamönnum en fyrir utan þessi fjögur lið þá eru ÍBV og Stjarnan einnig í okkar riðli.

Leikjaniðurröðunin er eftirfarandi:

 

Fimmtudaginn 6. febrúar, kl. 19:00

Selfoss - Leiknir

JÁVERK-völlurinn

 

Miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 19:00

Leiknir - KR

Domusnovavöllurinn

 

Sunnudaginn 23. febrúar, kl. 14:00

Leiknir - ÍBV

Domusnovavöllurinn

 

Laugardaginn 1. mars, kl. 14:00

Leiknir - Stjarnan

Domusnovavöllurinn

 

Föstudaginn 7. mars, kl. 19:00

Keflavík - Leiknir

Nettóvöllurinn

 

Með fyrirvara um mögulegar breytingar á spilatíma. Mælum með að fylgjast með leiktímum á KSÍ-síðu riðilsins, sem er hérna

 

Við hvetjum Leiknisfólk til að leggja leið sína á völlinn, sjá liðið móta sig saman og hvetja strákana á undirbúningstímabilinu. Það eru líka ný andlit í Breiðholti sem stuðningsfólk getur kynnt sér betur.

 

Áfram Leiknir!