
Leiknir minnist Jesse Baraka Botha
Það ríkir mikil sorg þessa dagana hjá Leiknisfjölskyldunni eftir fráfall Jesse Baraka Botha.
Jesse lést fyrir viku. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað.
Við munum minnast hans fyrir leik meistaraflokks á laugardag með mínútu þögn og leikmenn munu leika með sorgarbönd.