Fara á efnissvæði
IS EN PL
HOF Leiknis4 1
Fréttir | 09.05.2022

Leiknishofið: Róbert Arnþórsson

Róbert Arnþórsson var vígður inn í Heiðurshöll félagsins í gær þegar Víkingar voru í heimsókn.

Róbert er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 59 mörk en kappinn náði þó ekki að spila 100 leiki fyrir félagið. Hann var aðalmaðurinn í sókn meistaraflokks í upphafi 10. áratugs síðustu aldar þegar félagið var að berjast í gömlu 2. og 3. deildinni. Hann ólst upp við að spila á malarvelli og nota Fellaskóla sem búningsklefa. Sannarlega breyttir tímar í dag. 

Róbert settist niður með Leiknisljónunum um helgina í léttu spjalli um sinn tíma í hverfinu og hjá félaginu. Þetta eru 30 mínútur um einstaka tíma í sögu félagsins sem lögðu grunninn að uppbyggingunni sem við erum að sjá í dag. 

Það er hægt að hlýða á hlaðvarpið á öllum helstu veitum og einnig með því að heimsækja heimasíðu Leiknisljónanna hér

Félagið býður Róbert velkominn í heiðurshöllina og þakkar honum fyrir þjónustu hans við klúbbinn í gegnum tíðina. 

#StoltBreiðholts 

#HOF