Leiknissigur gegn Þrótti
Þróttur 2:3 Leiknir
AVIS völlurinn í Laugardalnum, sunnudaginn 8. september 2024.
21. umferð Lengjudeildarinnar. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson.
Mörk Leiknis:
22' - Omar Sowe
26' - Omar Sowe
28' - Róbert Hauksson
Leiknir heldur áfram á góðri siglingu í lok móts þetta sumarið. Liðið er núna með þrjá sigurleiki í röð og sex leiki í röð án ósigurs. Liðið lagði grunn að þessum sigri með frábærum sex mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik þar sem Omar Sowe skoraði tvö mörk og Róbert Hauks eitt mark. Leiknir hafði góð tök á leiknum eftir það þangað til Þróttur gerði atlögu að því að jafna undir lok leiks. Fyrst skoraði Birkir Björnsson á 80. mínútu og síðan Kári Kristjánsson á 85. mínútu. En vörnin hjá Leikni hélt út í lokin og landaði sigri og þremur stigum.
Þegar einn leikur er eftir af tímabilinu er Leiknir í 8. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 21 leik og markatöluna 32:33. Omar Sowe er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk, einu marki á eftir Oliver Heiðarssyni hjá ÍBV. Leiknir og ÍBV mætast einmitt í lokaleik tímabilsins á laugardaginn. ÍBV er að keppa um sigur í deildinni og Oliver um markakóngstitilinn. Leiknir mun enda í sjöunda, áttunda eða níunda sæti deildarinnar en við viljum öll sjá liðið enda tímabilið eins vel og hægt er svo það verður gaman að mæta á völlinn á laugardaginn og halda upp á tímabilið saman með góðum leik og skemmtilegu lokahófi um kvöldið.
Áfram Leiknir!
Umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net
Viðtal við Ólaf Hrannar eftir leik
Viðtal við Omar Sowe eftir leik
Byrjunarlið Leiknis gegn Þrótti:
1 - Viktor Freyr Sigurðsson
5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)
6 - Andi Hoti
7 - Róbert Quental Árnason
8 - Sindri Björnsson
9 - Róbert Hauksson
10 - Shkelzen Veseli
16 - Arnór Daði Aðalsteinsson
23 - Arnór Ingi Kristinsson
25 - Dusan Brkovic
67 - Omar Sowe
Varamenn:
45 - Kári Steinn Hlífarsson (inn á 70' fyrir Róbert Hauks)
30 - Egill Helgi Guðjónsson (inn á 77' fyrir Arnór Daða)
44 - Aron Einarsson (inn á 77' fyrir Sindra Björns)
14 - Davíð Júlían Jónsson (inn á 87' fyrir Róbert Quental)