Fara á efnissvæði
IS EN PL
700W
Fréttir | 15.09.2024

Lengjudeildinni lokið og leikmenn ársins

Leiknir 1:1 ÍBV

Domusnovavöllurinn í Efra-Breiðholti, laugardaginn 14. september 2024.

22. umferð Lengjudeildarinnar, lokaumferðin. Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson.

Mark Leiknis:

36' - Róbert Hauksson

 

Leiknir sýndi mikla baráttu í lokaleik Lengjudeildarinnar þrátt fyrir að hafa að engu að keppa. Mótherjinn í leiknum stefndi hins vegar á að klára þetta mót með því að vinna deildina. Leiknir komst yfir í fyrri hálfleik með flottu marki frá Róberti Haukssyni. Leiknisliðið lagði mikið á sig til að halda þeim úrslitum og stefndi í að það tækist en ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og jöfnuðu leikinn þegar Vincente Valor skoraði úr henni.

Engu að síður flottur leikur frá Leikni og öflugur lokasprettur á tímabilinu sem að öðru leyti var töluvert kaflaskipt. Niðurstaðan er 8. sæti með 28 stig úr 22 leikjum og markatöluna 33:34. Fyrir ári síðan endaði Leiknir í 5. sæti deildarinnar með 35 stig og markatöluna 47:37. Leiknir var taplaust í síðustu 8 leikjum tímabilsins og liðið átti næst markahæsta leikmann mótsins í Omari Sowe.

Það má líka benda á að þessi leikur gegn ÍBV var fyrsti deildarleikur Bjarka Arnaldarsonar fyrir Leikni. Þessi 21 árs gamli markvörður hafði áður spilað 5 deildarbikarleiki og 2 leiki í Reykjavíkurmótinu fyrir meistaraflokk Leiknis en stóð þarna vaktina í fyrsta sinn í Lengjudeildinni. Hann stóð sig virkilega vel í leiknum, greip vel inn í leikinn og varði um að bil tíu marktilraunir frá gestunum.

 

Seinna um kvöldið hélt Leiknir síðan árlegt lokahóf sitt. Þar var vel mætt, góð stemning og mikil gleði. Leikmenn ársins hjá Leikni voru tilkynntir:

Leikmaður ársins að mati þjálfara: Sindri Björnsson

Leikmaður ársins að mati stuðningsfólks: Omar Sowe

Efnilegasti leikmaðurinn að mati stuðningsfólks: Shkelzen Veseli

 

Kærar þakkir fyrir tímabilið og við sjáumst hress í vetur þegar undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil hjá Leikni.

Áfram Leiknir!

 

Umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net

Umfjöllun um leikinn á mbl.is 

Viðtal við Ólaf Hrannar eftir leik

Myndasyrpa frá Hauki Gunnars

 

Byrjunarlið Leiknis gegn ÍBV:

12 - Bjarki Arnaldarson

5 - Daði Bærings Halldórsson

6 - Andi Hoti

8 - Sindri Björnsson

9 - Róbert Hauksson

10 - Shkelzen Veseli

16 - Arnór Daði Aðalsteinsson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

25 - Dusan Brkovic

43 - Kári Steinn Hlífarsson

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 22' fyrir Arnór Daða)

4 - Patryk Hryniewicki (inn á 87' fyrir Arnór Inga)

 

Mynd: Haukur Gunnarsson fyrir Fótbolta.net