Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknir
Fréttir | 13.09.2024

Lokaleikur Lengjudeildarinnar og lokahóf Leiknis

Það er komið að lokaleik tímabilsins 2024 hjá Leikni. Við klárum þessa Lengjudeild á heimaleik gegn ÍBV laugardaginn 14. september klukkan 14:00. Miðasalan er sem fyrr á Stubbi. Dómari leiksins verður Gunnar Freyr Róbertsson.

Um kvöldið verður svo lokahóf Leiknis. Húsið opnar klukkan 20:00, þar verður gleði og fjör þegar við fögnum strákunum okkar og þessu tímabili.

Leiknir fer inn í þessa lokaumferð í 8. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 21 leik og markatöluna 32:33. Leiknir hefur unnið 8 leiki í sumar, gert 3 jafntefli og tapað 10 leikjum. Liðið hefur séns á því að færa sig upp í sjöunda sæti með sigri í þessum leik. 

ÍBV er í efsta sæti deildarinnar fyrir lokaleikinn, með 38 stig eftir 21 leik. Markatala ÍBV er 49:26, liðið hefur unnið 11 leiki, gert 5 jafntefli og tapað 5 leikjum. Með sigri í þessum leik tryggir ÍBV sér sigur í deildinni og fer beint upp í Bestu deildina. Ef ÍBV vinnur ekki þá getur Fjölnir farið upp fyrir ÍBV á töflunni og unnið deildina. Keflavík á tölfræðilega möguleika til að vinna deildina en þarf þá að vinna stóran sigur á Fjölni og treysta á að ÍBV tapi í Efra-Breiðholti.

Markahæstu leikmenn deildarinnar fyrir lokaumferðina koma frá ÍBV og Leikni. Oliver Heiðarsson hefur skorað 14 mörk í 19 leikjum í sumar. Hann skoraði eitt mark í síðasta leik þegar ÍBV vann Grindavík 6:0. Omar Sowe kemur næst á eftir honum með 13 mörk í 19 leikjum. Hann skoraði 2 mörk í síðasta leik þegar Leiknir vann Þrótt 2:3 í Laugardalnum.

Síðast þegar þessi lið mættust þá enduðu leikar 1:0 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Leiknir sýndi þar mikla og góða baráttu og áttu meira skilið úr þeim leik þrátt fyrir að vera manni færri hluta leiks.

Mætum öll á völlinn, styðjum strákana og fögnum tímabilinu með þeim yfir leiknum og eftir leik.

 

Áfram Leiknir!

Kaupa miða á Stubbi.

Vefverslun Leiknis.